Samfélagsábyrgð

“Bláa Lónið varði rúmlega 200 milljónum króna í samfélagsmál á liðnu ári.”

Bláa Lónið hefur allt frá stofnun lagt áherslu á samfélagsábyrgð og hefur nálgun Bláa Lónsins að málaflokknum þróast í takt við þróun fyrirtækisins og samfélagsins. Innan félagsins er lögð áhersla á umhverfi þar sem allir njóta sín og öryggi bæði starfsmanna og gesta er haft í fyrirrúmi. Markmið fyrirtækisins er og hefur verið að vera fyrirmynd og stuðningur annarra í samfélagsábyrgð innan ferðaþjónustunnar.

Að láta gott af sér leiða

Bláa Lónið hefur um árabil stutt dyggileg við ýmis samfélagsleg verkefni bæði á nærsvæði sínu sem og um allt land. Má þar meðal annars nefna íþrótta- og æskulýðsmál í heimabyggð, menningar-, heilbrigðis- og umhverfismál almennt. Á síðasta ári varði félagið rúmlega 200 milljónum til slíkra verkefna.

Á síðasta ári veitti Bláa Lónið 175 einstaklingum meðferðir í lækningalind í samtals 2.492 meðferðaskiptum endugjaldslaust.

Bláa Lónið er stærsti vinnustaðurinn í Grindavík og er á meðal stærstu vinnustaða á Reykjanesi. Fyrirtækið hefur haft jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélagið m.a. með því að leitast af fremsta megni við að beina innkaupum á vörum og þjónustu til aðila í nærsamfélaginu til að styrkja innviði þar. Sem dæmi má nefna kemur allur fiskur sem framreiddur er á LAVA frá Grindavík. Nýveiddur fiskurinn kemur daglega til veitingastaða lónsins og er því borinn fram eins ferskur og hægt er á borð fyrir gesti hverju sinni.

Þjónustumiðstöðin Reykjanesvita ehf.

Bláa Lónið hf. og Reykjanes Unesco Global Geopark undirrituðu á árinu samstarfsyfirlýsingu um aukið samstarf Jarðvangsins og sveitarfélaganna fjögurra sem eru innan hans um uppbyggingu á svæðinu. Á sama tíma hafði Bláa Lónið forgöngu um stofnun félags, Þjónustumiðstöðin Reykjanesvita ehf., en markmið þess er m.a. að sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við Reykjanesvita og aðstoða við merkingar svæðisins með það að markmiði vinna að bestu aðferðum til uppbyggingar í sátt við náttúru, bæta þekkingu, viðhorf og verndarstöðu jarðminja á svæðunum, hvetja til nýjunga í náttúrutengdri sköpun og draga fram og viðhalda menningararfleifð svæðanna.

Efling ferðaþjónustunnar

Bláa Lónið er virkur þátttakandi í hinum ýmsu samvinnu- og umbótaverkefnum sem stuðla að uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu, meðal annars á sviði sölu- og kynningarmála, umhverfismála og nýsköpunar. Með þátttöku sinni í þessum verkefnum leggur félagið sitt á vogarskálarnar við að auka verðmætasköpun og efla samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu

Startup Tourism
Íslenski ferðaklasinn

Start typing and press Enter to search