Destination Blue Lagoon
“Gestum Bláa Lónsins er nú tryggð heildstæð upplifun frá upphafi til enda heimsóknar sinnar.”
Bláa Lónið tók enn eitt skrefið í átt að því að skapa heildstæða upplifun fyrir gesti sína þegar það hóf rekstur á eigin áætlunarferðum til og frá Bláa Lóninu. Um er að ræða ferðir í Bláa Lónið frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli og til baka. Markmiðið er að bjóða gestum víðtækari þjónustu og tryggja ákveðna samfellu í upplifun þeirra frá upphafi til enda heimsóknar. Rekstur Destination Blue Lagoon hefur verið í samræmi við áætlanir og fjöldi farþega farið vaxandi.
Destination Blue Lagoon er fyrirtæki í meirihlutaeigu Bláa Lónsins en samstarfsaðili félagsins í þessu verkefni er Airport Direct ehf., sem er dótturfyrirtæki Hópbíla hf. og rekur bílaflota Destination Blue Lagoon.
Starfsemi Destination Blue Lagoon er kolefnisjöfnuð og Hópbílar hf., sem reka bílaflota félagsins, uppfylla kröfur alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001:2014
Á nýju starfsári stendur til að samhæfa enn frekar upplifunina og tengja við rekstur Bláa Lónsins.