Hótel

„The Retreat Blue Lagoon hefur þegar fengið mikið lof fyrir hönnun, útlit og þjónustu og hlotið á annan tug verðlauna frá því að hótelið opnaði í apríl á síðasta ári.”

Retreat Hotel

The Retreat at Blue Lagoon er fyrsta og eina fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Það opnaði á páskadag árið 2018. Hönnun hótelsins og umhverfi þess er hin glæsilegasta og óhætt að segja að fyrsta starfsárið hafi gengið vel. Á hótelinu eru 62 herbergi. Hótelið tók á móti 12.995 gestum á árinu og var meðalnýting 42% sem er í samræmi við áætlanir. Gestir á Retreat Hotel hafa aðgang að Retreat Spa auk þess sem nokkrar svítur hafa einkalón.

Viðbrögð gesta hafa verið mjög jákvæð. Hótelið hefur vakið mikla athygli um allan heim og eru öll þau alþjóðlegu verðlaun sem það hefur þegar hlotið mikil viðurkenningin á þeirri uppbyggingu og þeirri þjónustu sem unnið hefur verið að innan Bláa Lónsins síðustu misseri.

Silica Hotel

Silica Hotel er fjögurra stjörnu hótel sem liggur steinsnar frá Bláa Lóninu. Rekstur Silica Hotel var afar góður á árinu 2018. Meðalnýtingin var 98% og fjöldi gesta um 20 þúsund. Á Silica Hotel hafa gestir aðgang að sérstöku baðlóni auk þess sem þeir fá aðgang að Bláa Lóninu. Silica Hotel hefur hlotið mjög jákvæða umfjöllun á samfélagsmiðlum og skorar afar hátt á Tripadvisor.

Start typing and press Enter to search