Rannsóknir og þróun

“Bláa Lónið ver að jafnaði um 20% af ársveltu sinni af húðvörusölu í rannsóknar- og þróunarstarf.”

Allt frá stofnun fyrirtæksins hefur verið lögð áhersla á að stunda öflugt rannsóknastarf til að efla nýsköpun og þróun fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna rannsóknir á lækningamætti jarðsjávarins á psoriasis, lífvirkni innihaldsefna jarðsjávarins og vistkerfisrannsóknir.

Fyrsta Blue Lagoon húðvaran, kísilmaskinn/Silica Mud Mask, kom á markað árið 1995 en nú telur húðvörulínan yfir 30 vörur. Sérkenni þeirra eru hin einstöku efni jarðsjávarins þ.e. kísill, þörungar og steinefni.

Farsælt samstarf við háskólasamfélagið

Bláa Lónið hefur átt farsælt samstarf við háskólasamfélagið á sviði rannsókna og þróunar síðustu ár. Ása Bryndís Guðmundsdóttir lyfjafræðingur hefur m.a. unnið á síðustu árum að doktorsverkefni sínu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og í samstarfi við Bláa Lónið. Ása Bryndís varði doktorsverkefni sitt nú á vordögum. Niðurstöður hennar sýna að vísbendingar eru um að efni sem þörungar í Bláa Lóninu framleiða hafi áhrif á ónæmiskerfi manna og minnki bólgur psoriasissjúklinga.

Væntingar eru til þess að áframhaldandi rannsóknir skili sér í þróun á nýjum meðferðarúrræðum fyrir psoriasissjúklinga. Fjöldi manns úr atvinnulífinu, sérfræðingar og háskólasamfélagið heimsækja þróunarsetrið ár hvert. Á árinu 2018 komu yfir fjörutíu hópar eða tæplega 400 manns í heimsókn en Bláa Lónið telur sig hafa hlutverki að gegna hvað varðar fræðslu um jarðvarmaauðlindina, fjölnýtingu hennar, vörur og starfsemi fyrirtækisins.

Lækningalind

Lækningastarfsemi er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins þar sem hún er samofin sögu þess. Frá 1994 hefur Bláa Lónið boðið upp á meðferð við psoriasis sem byggir á einstökum lækningamætti jarðsjávar Bláa Lónsins.

Á síðasta ári veitti Bláa Lónið íslenskum psoriasissjúklíngum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opinberrar greiðsluþátttöku rétt eins og undanfarin ár. Á árinu sóttu 175 einstaklingar meðferðir í Lækningalind Bláa Lónsins í samtals 2.492 meðferðaskiptum.

Framleiddar voru 600 þúsund sölueiningar af húðvörum árið 2018

Nýjar húðvörur

Nýjar húðvörur sem komu í smásölu 2018:
Hand Wash, Hand Lotion, Lava Soap Bar.

Start typing and press Enter to search